16.04.1925
Efri deild: 53. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (3076)

107. mál, viðbótarbygging við geðveikrahælið á Kleppi

Forsætisráðherra (JM):

Háttv. 5. landsk. (JJ) kom með tvær fyrirspurnir til mín, en jeg verð að segja, að ráðuneytið er ekki tilbúið að svara þeim, vegna þess, að það hefir ekki tekið þær til yfirvegunar. Um möguleikann til þess að nota laugavatn til hitunar vil jeg segja það, að það er hv. þm. (JJ) eins kunnugt og mjer, en jeg tel ekki ólíklegt, að talsverða rannsókn þurfi um það atriði, áður en því sje slegið föstu. Og hvernig undirtektir bæjarstjórnar muni verða, get jeg ekki sagt, en undirtektir borgarstjóra hafa verið góðar og vinsamlegar. En það er ekki hægt að krefjast þess af bæjarstjórn, að hún gefi bindandi yfirlýsingu nú þegar um þetta atriði, en jeg býst þó við því, að bærinn verði góður við að eiga. Reykjavík verður nú sjálf að halda uppi 2 spítölum, farsóttahúsi og bæjarspítala, og hefir af því mikinn kostnað.

Jeg sje ekki ástæðu til þess að tala um brtt. á þskj. 337, þar sem hún er tekin aftur, og þarf því ekki að tala frekar að sinni.