02.05.1925
Neðri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í D-deild Alþingistíðinda. (3102)

113. mál, frestun embættisveitinga og sýslana

Atvinnumálaráðherra (MG):

þó að jeg sje ekki yfirleitt veitandi embætta hjer á landi, skal jeg benda á, að mjer skilst, að tillaga hv. flm. sje sú, að þau embætti verði ekki veitt, sem hægt er að sameina öðrum eða leggja niður. Það finst mjer það eina skynsamlega, en eftir orðalagi till. má ef til vill hártoga þetta, eins og hv. 3. þm. Reykv. (JakM) benti á. En jeg geri ráð fyrir, að hver stjórn sem er mundi fremur líta á tilganginn en hengja sig í orðin.