05.05.1925
Neðri deild: 72. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (3108)

123. mál, skipsströnd

Forsætisráðherra (JM):

Eins og hv. flm. (JK) getur til, mun verða örðugt að takmarka umráðarjett skipstjóra og annara umboðsmanna eiganda og ábyrgðarfjelaga skipa og farms, og sje jeg ekki í fljótu bragði, hvernig það megi ske. Skaðinn eða ábatinn er hjer auðvitað eingöngu þeirra, sem rjett hafa yfir skipi og flutningi. Í því sambandi kemur ekki til álita, hvort björgun góssins er þeim happ, sem nærri strandstaðnum búa. Hinsvegar mun stjórninni ljúft að athuga þetta mál. Það mun orðið tímabært að endurskoða alla strandlöggjöf vora. Hún er frá 1876, og er því ekki furða, þó hún sje í ýmsum efnum orðin á eftir tímanum. Hvort því verði við komið fyrir næsta þing, læt jeg aftur á móti ósagt.