05.03.1925
Efri deild: 23. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

4. mál, fjáraukalög 1924

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg get látið mjer nægja að vísa til aths. við frv. eins og það er fram borið. Því var ekki breytt í hv. Nd. að öðru leyti en því, að sett var inn ein upphæð, sem nemur 3 þús. kr., sem greitt var fyrir eftirlit með öryggi báta og skipa, til þess að fullnægja gildandi lögum.

Að svo mæltu óska jeg, að hv. þd. leyfi málinu að ganga áfram.