11.05.1925
Sameinað þing: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í D-deild Alþingistíðinda. (3179)

131. mál, steinolíuverslunin

Fjármálaráðherra (JÞ):

það hefir verið lögð æðimikil áhersla á það af hv. andmœlendum tillögunnar, að tillagan gerði ráð fyrir því, að landsverslun með steinolíu væri ætlað að halda áfram. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning um þetta vil jeg lýsa yfir því fyrir hönd stjórnarinnar, að hún lítur svo á, að hin mikla hækkun á útgjöldum fjárlaganna 1926, sem nú er fyrirsjáanleg, geri það óhjákvæmilegt að draga inn í ríkissjóð, til afborgunar á skuldum hans, talsvert mikinn hluta af varasjóði Landsverslunarinnar, en sá varasjóður stendur nú allur í steinolíuversluninni. Af þessu leiðir það, að starfsfje verslunarinnar mun minka að miklum mun, og þótt þess vegna steinolíuversluninni kunni að verða haldið áfram að einhverju leyti. fyrst um sinn, af þeim ástæðum, sem till. gerir ráð fyrir, þá hlýtur það að minsta kosti að verða í miklu smærri stíl en núverandi einkasala er rekin í.