21.03.1925
Neðri deild: 39. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í D-deild Alþingistíðinda. (3240)

98. mál, Krossanesmálið

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vænti þess, að í yfirlýsingu minni hafi það komið greinilega fram, að jeg mundi hafa lagt afarmikla áherslu á það, ef kæra hefði komið fram. En það kom engin kæra til mín frá neinum, er hlut átti að máli. Það ætti ekki að þurfa að skýra þetta nánar.

Og jeg lýsi yfir því, að stjórnin getur tekið vel í þessa dagskrá og sætt sig við þau lok þessa máls.