21.03.1925
Neðri deild: 39. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í D-deild Alþingistíðinda. (3248)

98. mál, Krossanesmálið

Forsætisráðherra (JM):

Jeg hjelt, að ekki yrði misskilið, hvað tillaga hv. þm. Dala (BJ) fer fram á. Hún er þó svo ljós, að ekki virðist torvelt að skilja hana, og till. á einmitt við. Þessi tillaga fer lengra en þingsályktunartillagan og kemur inn á það verulega í málinu, en sleppir að vísu rannsókn á stjórnina. Hún leggur einmitt áherslu á það, sem er mikið atriði í málinu, kæra frá viðskiftamönnum. Að engin kæra hefir komið, bendir á, að þeir hafi ekki álitið auðið að hafa neitt upp úr sakamálsrannsókn. Þetta hefi jeg sagt frá upphafi, og í raun og vera er þessi dagskrá alveg í samræmi við mín ummæli í þessu máli.