14.05.1925
Neðri deild: 80. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í D-deild Alþingistíðinda. (3296)

137. mál, vantraust á núverandi landsstjórn

Sigurjón Jónsson:

Það mun hafa verið forseti sameinaðs þings, sem hv. 2. þm. Reykv. (JBald) átti við með ummælum sínum um hv. þm. Ak. (BL). En þessi ummæli eru jafnórjettmæt í garð hæstv. forseta Sþ. (JóhJóh) og í garð hv. þm. Ak.

Þingið hefir nú staðið nær 100 daga, og hv. þm. Str. hefir lýst því yfir, að allur þessi tími hafi mátt heita samfeld vantraustsyfirlýsing til hæstv. stjórnar. Þessi ummæli hans vil jeg henda á lofti, því að þau sýna það best, hversu hv. þm. Str. og hv. 2. þm. Reykv. hafa misbrúkað tíma þingsins og hversu þeir hafa blandað afstöðu sinni til stjórnarinnar í afgreiðslu þingmálanna. Jeg mun ekki gleyma, er jeg kem heim, að skýra þetta fyrir kjósendum mínum.