21.04.1925
Efri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í D-deild Alþingistíðinda. (3356)

101. mál, sveitarstjórnar, bæjarstjórnar- og fátækralöggjöf

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vil benda hv. þm. (IP) á það, að hjer er ekki um það að ræða að vísa vegalögunum til stjórnarinnar, svo að það er ekki við að búast, að jeg taki þeim leiðbeiningum hans vel, sem lúta að endurskoðun vegalaganna. Og jeg held fast við það, að það er ekki hægt að búast við, að sama þingið, sem setti ný vegalög í fyrra, breyti þeim á næsta þingi í atriðum, sem sjerstaklega voru tekin til athugunar og ollu deilu.