08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í D-deild Alþingistíðinda. (3370)

117. mál, brúargerð á Hvítá í Borgarfirði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. þm. V.-Húnv. (ÞórJ) kvaðst hafa skilið svar mitt á þá leið, að brúm þeim, er hann talaði um, mundi ekki verða sint að sumri. Hann um það, hvaða skilning hann leggur í orð mín, en jeg sagði það óráðið með öllu, hvernig því fje yrði ráðstafað, sem veitt er til brúargerða á næsta ári. Jeg kvaðst ekki vera því mótfallinn, að þessi tillaga yrði samþ., málið væri óútkljáð, og samþykt tillögunnar mundi engih áhrif hafa á úrslit þess.