08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 668 í D-deild Alþingistíðinda. (3374)

117. mál, brúargerð á Hvítá í Borgarfirði

Tryggvi þórhallsson:

Mjer heyrðist hæstv. atvrh. (MG) hálfvegis lýsa eftir yfirlýsingu deildarmanna um það, hvernig þeir hefðu skilið yfirlýsingu hans, og skírskota til þeirra, hvorir færu með rjett mál, hann eða hv. þm. V.-Húnv. (ÞórJ) og 2. þm. Rang. (KIJ). Jeg hlustaði vandlega eftir orðum hans, og fanst mjer ekki hægt að misskilja þau nje leggja annað í þau en þessir tveir hv. þm. gerðu. Og út frá því vil jeg eins og þeir mótmæla því, að hœstv. ráðherra sje að semja við uppáhaldsvini sína um að beina fje til kjördæma þeirra, fram hjá þinginu.