01.05.1925
Efri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í D-deild Alþingistíðinda. (3398)

121. mál, samgöngubætur milli Reykjavíkur og Suðurláglendisins

Atvinnumálaráðherra (MG):

Út af því, að hv. 1. landsk. (SE) var að brýna fyrir stjórninni að veita ekki stór sjerleyfi, skal jeg geta þess, að jeg geri ráð fyrir, að sjerleyfislagafrv. gangi fram á þessu þingi, og þar eru reglur settar um, hvenær stjórn og hvenær þing á að veita sjerleyfi.

Hv. 5. landsk. (JJ) þarf jeg ekki að svara öðru en því, að það er ekki rjett, að hæstv. forsrh. (JM) hafi kallað þetta mál, um samgöngubætur austur, ómerkilegt. Það var till. sú til þál., sem hjer liggur fyrir til umr., er hann kallaði ómerkilega.