08.05.1925
Efri deild: 71. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í D-deild Alþingistíðinda. (3444)

122. mál, útsalaá Spánarvínum í Vestmannaeyjum

Sigurður Eggerz:

Jeg fjekk staðfestingu á því, að jeg fór ekki með rangt mál áðan um árásir bannmanna á mig. Hv. 2. þm. S.-M. (IP) sagði, að ef hann hefði mátt ráða, þá hefði ekki verið hafður nema einn vínútsölustaður á landinu. En hvað mundi hann hafa gert, ef formaður samninganefndarinnar íslensku og þeir, sem mest vit höfðu á málinu, hefðu ráðið honum til að haga fyrirkomulaginu eins og jeg gerði? Mundi hann hafa þorað að haga framkvæmdum svo, að hætta hefði orðið á því, að samningunum hefði verið sagt upp? Hver í þessu landi hefði þorað að taka þá ábyrgð á sig?