10.02.1925
Efri deild: 3. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (375)

6. mál, póstlög

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta frv. um breyting á póstlögunum er borið fram að tilhlutun aðalpóstmeistara, og vænti jeg, að það muni ekki valda neinum ágreiningi.

Það er ætlast til, að lögin — ef frv. verður samþ. — öðlist gildi 1. apríl þ. á., og vildi jeg því mega mælast til þess, að háttv. nefnd, sem fær málið til athugunar, vildi gera svo vel og flýta því, enda er það ekki umfangsmikið.

Að öðru leyti er naumast þörf á að fjölyrða um málið, og læt jeg nægja að vísa til athugasemdanna við frv., enda er tæpast hægt að ræða það nema ganga inn á einstök atriði, en það tel jeg ekki rjett við 1. umr.

Jeg leyfi mjer að leggja til, að málinu verði, þegar umr. er lokið, vísað til allsherjarnefndar.