24.03.1925
Neðri deild: 41. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (38)

1. mál, fjárlög 1926

Tryggvi Þórhallsson:

Sá samanburður, er jeg gerði á þáltill. um að rannsaka Krossanesmálið og þáltill. í Ed. 1911, var til að sýna það, hve hóflega væri hjer farið í sakirnar á móts við það, sem þá var gert. Þó gátu fylgismenn stjórnarinnar þá greitt till. atkv. sitt.

Út af því, sem hæstv. forsrh. (JM) sagði, að áheit hefðu verið gerð um, að hv. 1. þm. Árn. (MT) yrði ekki lögreglustjóri hjer, skal jeg aðeins geta þess, að allmikill hluti bæjarbúa óskaði einmitt eindregið eftir, að þessi hv. þm. (MT) fengi embættið, og kom það jafnvel fram opinberlega.