16.03.1925
Efri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

13. mál, smjörlíki

Sigurður Eggerz:

Hæstv. atvrh. sagðist ekki skilja, hvað það kæmi málinu við, að einhversstaðar væri bannað að selja smjörlíki og smjör saman í búðum. Jeg sagði þetta aðeins vegna þess, að jeg vildi sýna, hve varhugavert þykir að hafa þetta saman.

Hv. frsm. sagði, að þó komið hefðu vond „kvartil“ frá einu smjörbúi, þá hefði það ekki mikil áhrif á markaðinn yfirleitt, því sú synd væri færð á reikning þess eina bús. En það er fjarstæða. Það er enginn vafi á því, að það verður sett á reikning íslenska smjörsins, en ekki Áslækjarrjómabúsins. Og þess er að vænta, að háttv. þing hafi skilning á því að láta ekkert ógert, sem stuðlað fær að því, að íslenskar afurðir reynist sem bestar.