20.03.1925
Efri deild: 35. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (488)

13. mál, smjörlíki

Sigurður Jónsson:

Jeg verð að segja, að mjer var ekki auðið að sjá, að hv. 1. landsk. (SE) kæmi fram með nokkuð nýtt í þessu máli, sem hann hefir ekki sagt við fyrri umr. þess. En jeg get ekki skilið, hvernig stendur á þeim mjög svo hörðu orðum, sem hann ljet falla í garð landbn. og fjvn. Áhugi hans á þessu máli virðist vera svo sterkur, að hann hleypur með hann í gönur. Það er ennþá jafnósannað mál og það hefir áður verið, að með þessu sje verið að stofna smjörmarkaðinum í hættu. Og jeg endurtek það, sem jeg sagði í upphafi, að mjer finst öll framkoma hv. 1. landsk. í þessu máli harla óskiljanleg.