09.03.1925
Efri deild: 26. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (527)

28. mál, skráning skipa

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg leyfi mjer að þakka hv. sjútvn. góðar undirtektir. Jeg er öldungis samþykkur því, að þessum litla viðauka sje bætt aftan við 27. gr.

Jeg vil sjerstaklega lýsa ánægju minni yfir því, að hv. nefnd hefir fallist á aðaltilgang þessa frv., að skýra og herða ákvæðin um skráningu skipa, svo að auðveldara sje að koma í veg fyrir, að skip sjeu skrásett hjer, sem ekki eiga hjer að vera skrásett, og njóta þeirra rjettinda, sem íslensk skip ein eiga að njóta.