23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

21. mál, styrkveiting til handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla

Frsm. (Björn Líndal):

Eins og nál. mentmn. ber með sjer, hefir nefndin að mestu leyti fallist á till. stjórnarinnar í þessu máli. Þó hefir nefndin viljað gera þá breytingu á frv., sem getur að líta í nál. og gengur í þá átt, að styrkurinn sje veittur samkv. till. nefndar, sem skipuð er sem þar segir. Þótt ekki sje á það minst í nál., þá er þó til þess ætlast, að sparist styrkurinn að nokkru eitt eða fleiri ár, þá megi nota þá upphæð, sem afgangs hefir verið, næst, er þörf krefur. Þó er ætlast til, að ekki njóti fleiri en 16 menn styrksins í senn.