23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (549)

21. mál, styrkveiting til handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla

Frsm. (Björn Líndal):

Jeg held, að mjer sje óhætt að segja það fyrir hönd nefndarinnar, að hún muni ekki gera það að kappsmáli, þótt starfstími þessarar fyrirhuguðu nefndar yrði lengdur nokkuð. Mentmn. stakk þó upp á að hafa tímann ekki lengri, með tilliti til samvinnu við stúdentaráðið, sem oftast breytist eitthvað árlega. En sem sagt mun jeg ekki gera þetta að neinu ágreiningsatriði og myndi vel geta greitt atkv. með þeirri breytingu, að setutími nefndarinnar yrði 3 eða 4 ár.