15.04.1925
Neðri deild: 56. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (610)

24. mál, fiskveiðar í landhelgi

Frsm. (Ágúst Flygenring):

Það er að eins ein breyting, sem gerð hefir verið á frv. þessu í efri deild, og hún er fólgin í því, að inn í það hefir verið sett sjerstakt ákvæði um sektir fyrir brot gegn lögunum, en það var ekki í stjórnarfrumvarpinu, því að búist var við, að farið yrði eftir sektarákvæðum laga þeirra, sem þetta eru viðaukalög við. Telur nefndin frv. síst verða lakara fyrir breytingu þessa, og ræður því háttv. deild til þess að samþykkja það eins og það liggur fyrir nú.