21.02.1925
Neðri deild: 13. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1349 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Jakob Möller:

Jeg gæti raunar látið nægja það, sem háttv. 1. þm. N.-M. (HStef) hefir sagt um fyrirvarann. Við vorum báðir í fjhn. á síðasta þingi og lögðumst þá á móti þessu máli. En þar sem þessi tollhækkun var nú samþykt, er ekki ástæða til þess að leggjast á móti breytingu þeirri, sem hjer um ræðir.

Það, sem um var að ræða á síðasta þingi, var, hvort hækka skyldi tollinn um 25%. Það var kallaður gengisviðauki. Jeg hjelt því fram í fyrra, að þetta væri rangnefni; þetta væri hrein og bein tollhækkun.

jeg fellst á, að óhentugt sje að láta þessa tollhækkun falla úr gildi, ef sterlingspundið fer niður úr 25 kr., og svo ganga í gildi aftur, ef það fer upp í 25 krónur.

Sje því ekki, eins og sakir standa, ástæðu til að leggjast á móti frv.