13.03.1925
Efri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (648)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Háttv. þm. Vestm. (JJós) hefir tekið af mjer ómakið að skýra frá meðferð málsins í fjhn. Þó er rjett að geta þess, að þegar nefndin hafði málið til meðferðar, þá var form. nefndarinnar, hv. 1. landsk. (SE), veikur og gat ekki átt þátt í afgreiðslu málsins. En jeg hefi skilið hann svo síðan, að hann væri samþykkur till. nefndarinnar um málið. En auðvitað hefir hann óbundið atkvœði. En viðvíkjandi ágreiningi í nefndinni, sem hv. þm. Vestm. (JJós) drap á, vil jeg segja fáein orð.

Eins og kunnugt er, þá er frv. þetta stjfrv. og er nú hingað komið gegnum hv. Nd.hv. deild gerði þá breytingu á frv. frá því, sem stjórnin fór fram á upphaflega, að heimildin um að innheimta tolla og gjöld með 25% gengisviðauka skyldi standa til ársloka 1926 aðeins, í stað þess að stjórnin Ijet það vera ótakmarkað. — Nú bæði vegna þess, að fjhn. áleit það ekki miklu varða, hvort takmörkunin um gildi laganna væri einu ári rýmri eða ekki, en breyting á því hlyti hinsvegar að leiða það af sjer, að frv. yrði að fara aftur til hv. Nd., þá varð það að samkomulagi í nefndinni, þótt menn væru ekki alveg sammála um breytingu hv. Nd., að leggja það til, að þessi hv. deild samþykti frv. óbreytt. Þess vegna kom mjer það dálítið undarlega fyrir, er einn nefndarmanna, hv. þm. Vestm. (JJós), tjáir sig fúsan að ganga frá þessu samkomulagi, því það er áreiðanlegt, að ef nokkur hluti nefndarinnar vill nú hækka takmarkið og falla frá till nál., þá mun hinn hlutinn ekki telja sig bundinn við nál. Því það er víst, að nokkur hluti nefndarinnar vildi játa takmarkið ná styttra. Jeg held því, eins og málið liggur nú fyrir, að það sje eðlilegast, að fjhn. verði samkvæm sjálfri sjer og haldi fast við till. sínar. Mun jeg ekki hvika frá þeim nema að gefnu tilefni. En gefist tilefni, þá er eins líklegt, að önnur brtt. komi frá nokkrum hluta fjhn., til hverra bóta sem það þykir horfa þeim, sem að hinni brtt. standa. Jeg tel því sem sagt rjett, að fjhn. haldi fast við till. sína. Eins og nál. gefur í skyn, þá er nefndin ekki sammála, en úr því samkomulag náðist, þá vil jeg óska, að það geti haldist.