27.03.1925
Neðri deild: 44. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

1. mál, fjárlög 1926

Ásgeir Ásgeirsson:

Jeg vil aðeins benda hv. þm. Barð. (HK) á það, án þess að jeg ætli nokkuð að andmæla honum, að þegar hann settist, hefir hann ekki verið búinn að tala fyrir minna en 3–400 kr., eftir þeim útreikningi, sem hv. þm. lagði fyrir háttv. deild nýlega. (HK: Þá er skuldin orðin mikil hjá hv. þm. V.-Ísf.). Svona innskot kosta fráleitt minna en 5 –10 krónur eftir útreikningi þingmannsins. Sá munur er á um mig og hann, að það, sem jeg segi um brtt., hefir ekki sömu áhrif og það, sem hv. þm. Barð. segir, því að eftir því, sem hann skýrði sjálfur frá, eru þær tillögur samþyktar, sem hann andmælir. Það væri því tvöfaldur spámaður fyrir ríkissjóð, að þessi hv. þm. andmælti sem fæstu.

Annars vildi jeg segja nokkur orð um brtt. mína um símalínu frá Mýrum að Núpi í Dýrafirði. Jeg flutti þessa till. í fyrra í frumvarpsformi, og var hún samþykt hjer í deildinni, en feld í Ed. með 7 atkv. gegn 7. Jeg benti á það í fyrra, að á Núpi byggi búnaðarsambandsforstjóri og prestur. En aðallega er þörf á símanum vegna skólans, til þess að þeir, sem þar eiga unglinga, geti náð til þeirra með góðu móti, meðan þeir stunda námið Jeg skal ekki fara fleiri orðum um þetta vegna umr., sem hjer urðu í fyrra un þessa till. Vænti jeg þess, að hún njóti ekki minna fylgis nú en þá, enda býs jeg við, þar sem við höfum heyrt þessa útreikninga um, hvað kostar að tala hjer að við getum orðið sammála um, að þessari fúlgu sje betur varið í símalínu til Núpsskólans heldur en að kjafta það upp hjer á einni kvöldstund.

Umr. frestað.

Á 45. fundi í Nd., laugardaginn 28 mars, var enn fram haldið 2. umr um frv. (A. 1, n. 203 og 242, 195, 204. 235).