12.03.1925
Neðri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (704)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hafði alls ekki gert ráð fyrir, að jeg mundi taka til máls við þessa umræðu, og jeg ætla heldur ekkert út í efni frv. En orðaskiftin milli hæstv. atvrh. (MG) og hv. 2. þm. Reykv. (JBald) út af birtingu skýrslnanna valda því, að jeg stend upp. Jeg býst við, að ekki hafi allir lesið fundargerð Fiskifjelagsins, sem birt er í febrúarblaði Ægis þ. á. Þar kemur fram merkilegt gagn í þessu máli, þar sem Magnús Sigurðsson bankastjóri ber fram viðaukatillögu, svo hljóðandi:

„og að skýrslur erindrekans verði birtar jafnóðum og þær berast hingað“.

Þetta er samþykt af aðalfundi Fiskifjelagsins. Virðast hjer renna styrkar stoðir undir það, að birta beri skýrslurnar, þegar aðalfundur Fiskifjelagsins og banka stjóri Landsbankans eru á einu máli um, að svo skuli vera.