16.04.1925
Neðri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. þm. Str. (TrÞ) spyr, hví ekki megi taka þetta upp í fjárlögin 1926. Jeg veit ekki enn, hvort þetta frv. verður samþykt áður en fjárlögin verða samþykt. Hvernig væri þá hægt að lofa slíku? Það er ekki hægt nema hv. þm. (TrÞ) ætli sjer að halda þinginu hjer í alt sumar, sem reyndar lítur helst út fyrir.

Hæstv. fjrh. (JÞ) hefir aldrei sagt, að taka ætti upp í fjárlögin öll gjöld, sem samþykt vœru á þinginu. Það er misskilningur hjá hv. þm. Str. (TrÞ).