18.04.1925
Neðri deild: 59. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (737)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Sveinn Ólafsson:

Jeg á hjer örlitla brtt. á þskj. 350, sem jeg tel vel við eiga að minnast á, og vonast jeg til þess, að háttv. þdm. sjái, að hún geymir í sjer sjálfsagða umbót á frv.

Brtt. mín er við 1. gr. frv. og fer fram á, að manni þeim, sem ætlað er að fá þennan starfa, verði sett þau skilyrði, að hann hafi ekki á hendi störf fyrir útlend ríki og einskskonar milliliðastarfsemi eða verslun fyrir eiginn reikning. Mjer finst engin ástæða til að mæla með tillögunni því að það gerir hún sjálf, og tel jeg hana ómissandi og sjálfsagða. Það er vitanlegt, að jeg hefi borið þessa tillögu fram meðfram fyrir þá skuld, að maður sá, sem til er ætlast að taki við þessum starfa, er spánskur ræðismaður hjer. Mjer finst ekki viðeigandi, að hann hafi slíkt umboð, eftir að hann hefir tekið við fulltrúastarfinu. Sama gildir vitanlega þótt annar taki við starfa þessum, að hann á að vera óháður.

Fleira hefi jeg ekki að segja um brtt. þessa, enda býst jeg ekki við, að um hana geti orðið reiptog.