01.05.1925
Neðri deild: 69. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (793)

75. mál, dócentsembætti við heimspekideild

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. þm. Dala. (BJ) spurði, hvaða vald minni hlutinn hefði til þess að koma nýjum fjárveitingum í fjárlögin. Það er auðvitað, að ef atkvæði minni hl. verða þess valdandi, að frv. fellur, þá eru þau líka nógu öflug til þess að koma fjárveitingunni að með tilstyrk þeirra, sem frumvarpinu fylgja.