19.03.1925
Neðri deild: 37. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

29. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forseti (BSv):

Þar sem því hefir verið beint til forseta að skifta atkvgr. um brtt. 2, a. á þskj. 163, svo að till. þessi verði borin fram í tvennu lagi, þá verð jeg að benda á tormerki, sem á því eru. — Segir svo í 45. gr. þingskapa:

„Krefjast má þingmaður þess, að atkvæðagreiðslu um breytingartillögu sje skift, ef hann gerir það áður en umrœður hefjast.“

Nú hefir þessu skilyrði ekki verið fullnægt. — En þar sem búast má við, að umr. verði ekki lokið um málið á þessum fundi, þá mun vinnast nægur tími til þess að bera fram till. um skifting fyrnefndrar till. samkvæmt þingsköpum áður en atkvgr. fer fram, og virðist mjer því eigi nauðsyn á að kveða upp úrskurð um þetta að svo stöddu.