11.02.1925
Neðri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1637 í B-deild Alþingistíðinda. (859)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta frv. er svo gamall kunningi hinnar hv. deildar, að það mun vera algerður óþarfi að fara um það mörgum orðum. Frv. í þessa átt hefir sem sje legið fyrir mörgum undanförnum þingum, en aldrei orðið útrætt, og í þetta skifti er það lagt fyrir þingið alveg samhljóða og í fyrra, og jeg hefi ekki talið ástæðu til að prenta frv. upp, ef enn skyldi svo fara, að það fyndi ekki náð fyrir þingsins augum.

Meðan vatnalögin voru ekki samþykt var eðlilegt, að frv. þetta sæti á hakanum, en nú þegar vatnalögin eru komin, virðast sjerleyfislög nauðsynlegur fylgifiskur þeirra, og mikil trygging ætti að vera í þeim fólgin, auk þess sem það er miklu betra fyrir hverja stjórn að hafa slíkar fastar reglur að mælisnúru, ef til sjer leyfisveitinga skyldi koma. Jeg vildi því mega óska þess, að frv. kæmist nú alla leið gegnum þingið.

Jeg sje ekki ástæðu til að ræða frekar um málið, en tek það fram, að þótt mál þetta hafi oftast farið til sjerstakrar nefndar, sje jeg ekki ástæðu til þess, að svo sje gert nú, er vatnalögin eru komin í höfn, og legg því til, að málinu verði vísað til allsherjarnefndar, þegar þessari umræðu er lokið.