24.04.1925
Neðri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

30. mál, laun embættismanna

Frsm. minni hl. (Klemens Jónsson):

Viðvíkjandi brtt. minni á þskj. 379 skal jeg aðeins geta þess, að jeg hefi borið hana undir hæstv. fjrh., og felst hann á hana. Þarf jeg því ekki að tala fyrir henni frekar. Eins og jeg drap á við 2. umr. þessa máls, taldi jeg æskilegt, að einhver tímatakmörk yrðu sett í þessum lögum, en finst það ekki skifta máli, hvort það verður 1 ári lengur eða skemur. Að tímabinda lögin er tilgangur brtt.