03.03.1925
Efri deild: 21. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (961)

23. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Jeg þakka hæstv. ráðh. (MG) fyrir það, hvernig hann tók brtt. nefndarinnar. Það leyndi sjer ekki, að hann skildi þær ástæður, er hún hafði fram að færa. Annars hefir hv. 2. þm. S.-M. (IP) tekið fram þær ástæður, sem lágu til þess, að nefndin vildi ekki breyta 4. gr.

Jeg kannast við það, að hæstv. atvrh. hefir lög að mæla, en það er ekki nógu greinilegt hjá honum, þar sem hann talaði um báta, sem eru 12–20 smál. Hjá mjer verða því þyngri á metunum þær ástæður, er hv. 2. þm. S.-M. bar fram og nefndin hefir áður talsvert rætt. Jeg tel, að sá maður, sem uppfyllir öll skilyrði 7. gr., muni ekki reka sig á nein vandkvæði í því efni að fá sig lögskráðan á bát sem stýrimann. Jeg geri þetta ekki að neinu deiluatriði, en tel rjett, ef greininni er breytt, að það sje gert í sömu átt og hv. 2. þm. S.-M. benti á, og binda lágmarkið við 12 smálestir.

Jeg skal geta þess, að af vangá minni sem fundaskrifara nefndarinnar fjell niður 3. gr. frv., sem á að verða 4. gr. Höfum við nefndarmenn hugsað okkur að koma fram með brtt. til þess að laga þetta við 3. umr. þessa máls.