26.03.1926
Efri deild: 38. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1007)

55. mál, framlag til kæliskápakaupa o. fl.

Sigurður Eggerz:

Herra forseti! Mig langar að biðja um nafnakall um þetta mál. Hv. þdm. hafa nú teygt umr. von úr viti og þær ekki snúist um annað en hvor flokkurinn, Framsókn eða Íhald, hafi meira gert fyrir málið. Allir eru sammála um, að hjer sje merkilegt mál á ferðinni, og allir greiða frv. atkv. Hjer er því aðeins um barnalegan metnað flokkanna að ræða, og þess vegna bið jeg um nafnakall, svo að það sjáist, að allir eru með þessu nauðsynjamáli. (JJ: og Frelsisherinn líka).