11.05.1926
Efri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1512 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

99. mál, vörutollur

Björn Kristjánsson:

Jeg gleymdi að svara ofurlitlu atriði viðvíkjandi kaupfjelagsstjóranum, sem hv. 3. landsk. spurði um. Jeg tók þá fram í umræðunum, að jeg ætlaði alls ekki að nefna nein nöfn. — hefi aldrei gert það í minni þingtíð, þó að jeg hafi sett dálítið út á gerðir einstakra manna. En jeg vil aðeins segja honum það, að hann er alinn upp undir handarjaðri hv. 3. landsk. og er hreinræktaður bolseviki eins og hann.