10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

93. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Mjer finst þetta horfa þannig við, að frá sjónarmiði þeirra manna, sem enga trú hafa á þessu skipulagi, sje hreinlegast að nema burtu lögin. Það þýðir ekkert að vera að láta skipulagsnefnd vinna að þessu, ef svo er hægt að eyðileggja jöfnum höndum það, sem hún gerir. Það er bara um tvent að gera: annaðhvort að halda áfram með þetta og samþykkja frv., eða þá að fella lögin úr gildi.