10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

93. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Fjármálaráðherra:

(JÞ): Ekki get jeg verið samdóma háttv. þm. Borgf. (PO) um það, að annaðhvort verði að samþykkja frv. eða nema burtu alla löggjöf um þetta. Jeg held, að skipulagsnefnd geti haldið áfram að starfa á alveg eðlilegan hátt, þó að þetta frv. verði felt. Hún starfar aðeins þar, sem hlutaðeigandi sveitarstjórn hefir beðið um það, og er þar samvinna á milli sveitarstjórnar og skipulagsnefndar. Nú getur komið upp ágreiningur milli þessara tveggja aðilja, og er þá spurningin, hvort nauðsynlegt sje að taka vald það, sem nú er í höndum bæjarstjórnar, og leggja í hendur skipulagsnefndar. Mjer finst ekkert vera því til fyrirstöðu, að slík samvinna geti haldið áfram á grundvelli núgildandi löggjafar.