19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1668 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

93. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Eins og tekið er fram í nál. allshn. á þskj. 357, þá er nefndin á einu máli um að ráða háttv. deild til að samþykkja frv. þetta eins og það liggur fyrir.

Þetta frv. er viðauki við lögin um skipulag kauptúna og sjávarþorpa frá 21. júní 1921 og hefir inni að halda ákvæði um það, ef samkomulag næst ekki milli skipulagsnefndar og bæjarfjelaga um ákveðið skipulag. Það liggur í augum uppi, að nauðsynlegt sje að hafa ákvæði í lögum, er skipi fyrir, hvernig þá eigi að að fara. En úr þessu bætir einmitt frv. þetta. Það er flutt af háttv. allshn. Nd. og gekk í gegnum þá hv. deild án verulegra breytinga.

Sje jeg því ekki ástæðu til að orðlengja frekar um það, komi engin mótmæli fram, en legg til fyrir nefndarinnar hönd, að það fái fram að ganga í því formi sem það er.