29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (1346)

80. mál, veiting Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi

Sigurður Eggerz:

Það er aðeins fyrirspurn til hæstv. forsrh., sem mig langaði til að gera. Hún er um það hvort, því sje svo varið með guðfræðinga frá háskólanum hjerna, að þeir geti fengið embætti erlendis án þess að taka próf. Jeg skal játa það, að mjer þykir undarlegt að vera að gera undantekningu hjer með einn flokk kandídata. Mjer virðist. þetta mál alls ekki lítið og vona því, að hv. mentmn. rannsaki það ítarlega.