29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (1347)

80. mál, veiting Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi

Forsætisráðherra (JM):

Jeg get ekki svarað því, sem hv. 1. landsk. (SE) spurði um, hvort þetta væri gagnkvæmilegt. En þetta er ekki gert vegna erlendra háskóla, heldur vegna ísl. manna, sem kynnu að stunda nám erlendis og taka þar próf. En jeg veit til þess, að guðfræðingar hjeðan hafa orðið prestar erlendis. (SF: Hafa þeir ekki tekið próf erlendis?). Mjer er sagt, að það hafi þeir ekki gert.

Vona jeg, að frv. þetta gangi eins fljótt gegnum Ed. eins og það gekk í gegnum Nd., því að maðurinn, sem undanþágan er veitt, er mjög efnilegur.