07.04.1926
Neðri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1702 í B-deild Alþingistíðinda. (1393)

78. mál, notkun bifreiða

Árni Jónsson:

Jeg bar fram brtt. við þetta frv. við 2. umr. þess, en samkvæmt ósk samgmn. tók jeg hana aftur til 3. umr., og kemur hún hjer endurnýjuð á þskj. 263. Jeg hefi átt tal við nefndina um þessa brtt., og vænti jeg þess, að þeir agnúar, sem á henni þóttu vera, sjeu nú sniðnir af og hv. deild geti látið hana ganga fram í því formi, sem hún nú er í. Það er einkum eitt ákvæði, sem hjer skiftir máli, sem sje það, að lögin komi ekki til framkvæmda fyr en atvinnumálaráðuneytið auglýsi viðurkenningu á tryggingarfjelagi eða fjelögum, og er þar með lagfært það, sem haft var á móti brtt. við 2. umr.