07.04.1926
Neðri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1395)

78. mál, notkun bifreiða

Frsm. (Jón Kjartansson):

Samgmn. hefir athugað þær brtt., sem komið hafa fram við þetta frv. Um brtt. hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ) er það að segja, að hún hefir tekið miklum stakkaskiftum til bóta. Nefndin getur eftir atvikum felt sig við hana eins og hún er nú, en hinsvegar dylst henni ekki, að mál þetta er enn illa undirbúið, og vill hún því skjóta því til hæstv. stjórnar að athuga það nákvæmlega áður en hún auglýsir tryggingarskylduna. Það hvílir alt á hæstv. atvrh. hvernig fer um framkvæmd þessa máls. Nefndin vill láta rannsaka vel, hversu há iðgjöldin þurfa að vera.

Um brtt. hv. þm. Mýr. (PÞ) skal jeg ekki eyða mörgum orðum. Nefndin álítur hana óþarfa, þar sem hún veit ekki til, að nokkurntíma hafi hlotist slys af ofþreytu eða svefnleysi bifreiðarstjóra. Annars legg jeg enga áherslu á, hvort þessi tillaga verður feld eða ekki, en vil aðeins taka það fram, að nefndin álítur hana mjög óþarfa.