07.04.1926
Neðri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

26. mál, ritsíma og talsímakerfi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vil aðeins geta þess, að orð mín í dag voru sögð út frá þeim hugleiðingum, að ekki væri brugðið frá venju undanfarinna ára, að leggja ekki símalínur fyrir meira fje en til þeirra er veitt í fjárlögunum. Það er kunnugt, að tekjuafgangur símans hefir verið tekinn til þess að borga með skuldir, en aldrei verið farið með hann samkvæmt símalögunum. Jeg hefi skilið nál. fjvn. svo, að ekki yrði tekið lán til línunnar frá Vík til Hornafjarðar. Jeg skil þess vegna ekki í ræðu hv. þm. V.-Húnv., sem jafnframt er frsm. fjvn.