07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1789 í B-deild Alþingistíðinda. (1515)

92. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Jón Baldvinsson:

Jeg vil leyfa mjer að skjóta því til hæstv. forseta (BSv), hvort hann vilji ekki nú, að þessum upplýsingum fengnum, fresta þessu máli, þannig að fjhn. gefist kostur á að athuga þessa fram komnu samkomulagstillögu. Mjer heyrist, að sumir úr meiri hluta nefndarinnar taki sæmilega í þetta, og fyndist þá gott, ef nefndin er sammála um eitthvað í þessu efni, að það væri athugað, svo að það gæti þá farið umræðulaust í gegnum þessa hv. deild, því annars verður viðspyrna frá mönnum, sem finst hjer gengið á rjett Reykjavíkur.