03.05.1926
Efri deild: 65. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1819 í B-deild Alþingistíðinda. (1546)

29. mál, almannafriður á helgidögum

Forsætisráðherra (JM):

Jeg veit ekki, hvort frv. þetta á nokkurn forsvarsmann hjer í háttv. deild, en uppruni þess er sá, að hjer í vetur varð samkomulag um það milli sóknarprestanna, sóknarnefndanna og nokkurra borgara að fá dálitlar breytingar á helgidagalöggjöfinni. Jeg hefi ekki haft nein afskifti af málinu, sjerstaklega vegna þess, að úr því farið var að gera breytingar, þá fanst mjer frv. þetta ganga ógnar skamt; hefði jeg viljað, að það hefði gengið miklu lengra og álít, að svo hefði mátt vera án þess það hefði skaðað atvinnulíf þjóðarinnar.

Jeg vona, að hv. deild láti frv. ganga áfram til 2. umr. og allshn.