12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (1600)

96. mál, sérleyfi til virkjunar Dynjandisár

Pjetur Ottesen:

Þegar samskonar till. og hjer er um að ræða var borin fram um daginn, greiddi jeg henni atkvæði ásamt fleirum. Nú horfir málið svo við frá mínu sjónarmiði, að ekki sje nema um tvent að gera, annaðhvort að samþykkja frv. óbreytt eða þá að það nái ekki fram að ganga. Þar sem ákvæði brtt. eru ekkert höfuðatriði í þessu máli, en hinsvegar er um að ræða mikilsvert fyrirtæki, námuvinslu o. fl., virðist mjer, að varhugavert sje að sporna við því, að slík tilraun sje gerð. Jeg mun því greiða atkv. móti brtt. og með frv. óbreyttu.