23.04.1926
Efri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1905 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

31. mál, happdrætti fyrir Ísland

Gunnar Ólafsson:

Hv. 1. landsk. (SE) hefir eins og honum er títt risið upp og vandað um við nefndir fyrir illan málsundirbúning. Jeg vil ekki segja, að þetta sje að ástæðulausu gert, en leyfi mjer hinsvegar að benda á það, að þar sem talað er um slæman undirbúning málsins og sagt, að það þurfi að upplýsast betur, hvort ekki væri rjett að senda það til fjhn. í þessari hv. deild, til nánari athugunar. Þó að óðum líði að þinglausnum, ætti að vera hægt að athuga málið eitthvað meira en gert hefir verið í hv. Nd., enda altaf hægurinn hjá að vísa því til stjórnarinnar, ef nægar upplýsingar fást ekki. Álít jeg, að þessi leið sje heppilegri eins og málið horfir nú við, og lofa nefndinni að athuga það.

Að öðru leyti ætla jeg ekki að fara frekar út í þetta á þessu stigi málsins, enda gerist þess engin þörf. Haldi málið áfram og til nefndar, koma þær upplýsingar í ljós, er nefndin hefir aflað sjer, og þá má taka ákvörðun um, hvort því skuli leyft að halda áfram eða að því verði vísað til stjórnarinnar.