05.05.1926
Neðri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2027 í B-deild Alþingistíðinda. (1683)

110. mál, sala á síld o. fl.

Magnús Torfason:

Jeg stend ekki upp til þess að halda neinar hrókaræður; heldur aðeins til þess að gera grein fyrir atkvæði mínu. Jeg hefi ekki getað sannfærst um, að frv. þetta komi að tilætluðum notum fyrir síldarútveginn, og auk þess eru í frv. ýms fyrirkomulagaatriði, sem mjer geðjast ekki að. Hinsvegar verð jeg að játa, að síldarútvegsmenn eigi mest á hættu í þessu efni og eigi mest um þetta að vjela sjálfir. En af því að jeg er ekki viss um, að frv. verði að neinum notum, vil jeg enga ábyrgð bera á lagasmíð þessari, og greiði því ekki atkvæði um frv. Þó áskil jeg mjer rjett til að greiða atkv. um einstakar brtt.