05.05.1926
Neðri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2042 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

110. mál, sala á síld o. fl.

Frsm. (Björn Líndal):

Jeg heyrði ekki ræðu hv. 3. þm. Reykv., en mjer skildist á hv. þm. V.-Sk., að þeir vilja halda því fram, að jeg hefði farið með dylgjur um þá menn á Siglufirði, sem sent hafa andmæli gegn frv. Þessu vil jeg eindregið mótmæla. Jeg gat þess aðeins, hverjar stöður þessir menn hefðu og að þess vegna væri eðlilegt, að þeir hefðu ekki eingöngu hag Íslendinga fyrir augum. Ef þetta eiga að teljast dylgjur, þykir mjer, að menn sjeu orðnir allorðsjúkir og undarlegur skilningur þeirra.