12.05.1926
Efri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

110. mál, sala á síld o. fl.

Björn Kristjánsson:

Mál þetta á lítið skylt við fyrirkomulag samvinnufjelaganna. Að vísu er það samvinna, en er þó gagnólíkt samvinnufjelagslögunum. Háttv. 3. landsk. (JJ) mun ekki sjá neitt ákvæði í þessu frumvarpi um samábyrgð. En það er hin víðtæka samábyrgð, sem jeg hefi ráðist á að maklegleikum, en ekki á kaupfjelagsskap eða samvinnu, enda er hin víðtæka samábyrgð hreinn „Communismi“, sem hvergi hefir tekist að innleiða nema á Rússlandi og á Íslandi.