12.05.1926
Efri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

110. mál, sala á síld o. fl.

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Jeg vil aðeins leggja áherslu á það, út af orðum hv. 1. þm. Eyf., og jeg skírskota til þess, sem nefndin hefir í nál. sínu sagt um þetta, að hjer er aðeins um heimildarlög að ræða, en það er óþarfi að skilja þau svo, að um skipun sje að ræða til ráðherra um að veita sjerleyfi samkv. lögum þessum. Auk þess hafa stjórninni verið gefnar ýmsar bendingar og ráðleggingar í umræðunum um þetta mál, sem jeg vænti, að verði teknar til greina áður en ákvörðun verður tekin um þetta mál.